Ölfusárbrú opnuð á morgun

Vegagerðin reiknar með að hægt verði að opna fyrir umferð bíla yfir Ölfusárbrú við Selfoss á hádegi á morgun, föstudag.

Nýtt brúargólf var steypt á mánudagskvöld og var reiknað með að brúin yrði lokuð til 20. ágúst.

Aðstæður hafa hins vegar verið góðar til steypuvinnu og ef allt gengur eftir verður brúin opnuð á hádegi föstudaginn 17. ágúst.