Ölfusárbrú lokuð til vesturs í kvöld

Ölfusárbrú. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í kvöld er stefnt á að malbika við Ölfusárbrú. Önnur akreinin verður malbikuð í einu og verður brúin lokuð til vesturs.

Umferð á austurleið (til Selfoss) ekur um vinnusvæðið en brúin verður lokuð fyrir umferð á leið vestur og verður hjáleið um Eyrarbakkaveg.

Áætlað er að framkvæmdir standi frá klukkan 20 í kvöld, til klukkan 2 í nótt.