Ölfusárbrú lokuð aðfaranótt fimmtudags

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stefnt er að því að malbika Þjóðveg 1 við Ölfusárbrú á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags, þannig að brúin verður lokuð frá kl. 23 á miðvikudagskvöld til kl. 5 á fimmtudagsmorgun.

Hjáleið verður um Eyrarbakkaveg og Óseyrarbrú.

Á miðvikudagskvöldið stendur einnig til að malbika Austurveginn á Selfossi, milli klukkan 19 og 2. Veginum verður lokað til vesturs og verður hjáleið um Larsenstræti, Langholt og Engjaveg. #færðin

Fyrri greinEitt tilboð barst í Suðurvararbryggju
Næsta greinNýr og uppfærður vefur Safe Travel tekin í notkun