Ölfusárbrú lokað í kvöld

Ölfusárbrú. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í kvöld, fimmtudagskvöld og aðfaranótt föstudags, er stefnt að því að malbika Suðurlandsveg yfir Ölfusárbrú.

Veginum verður lokað báðu megin við brúna og verður hjáleið um Eyrarbakkaveg á meðan á framkvæmdunum stendur.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 21:00 í kvöld til kl. 7:00 í fyrramálið.

Fyrri greinÞrenna Lovera tryggði Selfossi sigurinn
Næsta greinAlfreð hættir með Selfossliðið