Ölfusá rýfur 200 laxa múrinn

Góð veiði hefur verið í Ölfusá en í gærkvöldi voru 208 laxar komnir á land. Mesta fjörið er á bökkum Rangánna.

Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár eru komin í 1.536 laxa og hafa mörg holl fengið tugi fiska. Mjög góður gangur er sömuleiðis í Eystri-Rangá þessa dagana. Áin er komin með 1.281 lax á land.

Ofar í Ölfusá virðist sem veiðin sé að komast á flug á Tannastaðatanganum. Þeir sem voru við veiðar um helgina fengu 15 laxa og var sá stærsti 18 pund. Heildarveiði á Tannastöðum er um 60 laxar.

Þá voru 211 laxar komnir á land í Tungufljóti í gærkvöldi.