Ölfusá bakkafull

Rennsli í Ölfusá er farið að minnka eftir að hafa náð hámarki laust fyrir hádegi í dag.

Rennslið varð mest 1.057 m3/sek kl. 11:15 í morgun en það er rúmlega þrefalt meðalrennsli í ánni.

Hvítá var í vexti við Auðsholt allt fram að miðnætti en eftir það hefur sjatnað í ánni. Ekki var fært fyrir skólabíla að Auðsholti í morgun.