Ölfus setur dósaskúrinn á sölu

Ljósmynd/Ölfus

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst til sölu fasteignina Nesbraut 8. Um er að ræða 94,2 m2 hús sem byggt er árið 1973.

Húsið var hannað og byggt sem smurolíugeymsla en hefur seinustu ár gegnt hlutverki dósamóttöku og gengur meðal heimamanna undir nafninu „dósaskúrinn“. Fasteignamat eignarinnar er 26,2 milljónir króna.

Eignin er seld í núverandi ásigkomulagi með núverandi lóðaréttindum. Engar byggingaheimildir eru á lóðinni og sölunni fylgja ekki fyrirheit um breytingar á aðal- né deiliskipulagi.

Fyrri greinPerlað af Krafti á Selfossi
Næsta greinSkjálfti í Kötluöskjunni