Ölfus lagði Hveragerði í Útsvarinu

Ölfus vann 67-66 sigur á Hveragerði í spennandi nágrannaslag í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Keppnin var jöfn og spennandi en Ölfusingar náðu forskoti eftir góða frammistöðu í látbragðsleiknum. Að lokum skildi þó aðeins eitt stig liðin að eftir spennu í lokin.

Hvergerðingar þurfa þó ekki að örvænta því þeir eru ásamt Árborg meðal stigahæstu tapliðanna og eiga því enn möguleika á að komast í aðra umferð.

Lið Ölfuss skipa þau Ágústa Ragnarsdóttir, hornleikari, Hannes Stefánsson, leiðsögumaður og Árný Leifsdóttir, áhugaleikhúsrotta.

Lið Hveragerðis skipa þau Úlfur Óskarsson, býflugnabóndi, Svava Þórðardóttir, lyfjafræðingur og Eyþór Heimisson, háskólanemi.

Fyrri greinMílan á toppnum í 1. deildinni
Næsta greinHraungerðishreppur sigraði Selfosskaupstað í útiskák