Ölfus innleiðir jafnlaunastaðal

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Chris Lund

Sveitarfélagið Ölfus hefur hafið innleiðingu á Jafnlaunastaðli ÍST85. Grunnmarkmið innleiðingarinnar er að koma upp ferlum sem tryggja að málsmeðferð og ákvarðanataka í launamálum feli ekki í sér beina né óbeina kynbundna mismunun.

Skipaður hefur verið vinnuhópur sem mun á næstu mánuðum innleiða gæðakerfi í launamyndun í samræmi við kröfur Jafnlaunastaðals.

Í frétt frá sveitarfélaginu segir að innleiðing á jafnlaunastaðli feli í sér að setja skýra stefnu í jafnréttismálum og leggja áherslu á þá ferla sem snúa að launaákvörðunum.

Sveitarfélagið hefur fengið til samstarfs við sig öflugt teymi ráðgjafa sem hafa víðtæka reynslu af öllum þáttum sem snúa að innleiðingunni og stefnt er á að ferlinu ljúki með vottun á haustmánuðum.

Fyrri greinSebastian með mótsmet og Dýrleif Nanna héraðsmet
Næsta greinHimneskar hafrakökur