Ölfus í úrslit Útsvarsins

Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir skipa Úrsvarslið Ölfuss. Ljósmynd/RÚV

Lið Ölfuss er komið í úrslit spurningakeppninnar Útsvar í Ríkissjónvarpinu eftir sigur á Fljótsdalshéraði í æsispennandi viðureign í kvöld.

Keppni kvöldsins var hnífjöfn en Ölfusingar spiluðu klókt í lokin og völdu tíu stiga spurningu til þess að jafna 78-78 og komast í bráðabana. Ölfus tók svo bráðabanann 2-0 og sigraði 80-78.

Lið Ölfuss skipa þau Árný Leifsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir og Hannes Stefánsson. Þau mæta annað hvort Ísafirði eða Hafnarfirði í úrslitaviðureigninni þann 18. maí.

Fyrri greinM-listinn kallar eftir kynningu á starfsemi sveitarfélagsins
Næsta greinHrunamannahreppur fékk Landgræðsluverðlaunin