Ölfus féll naumlega úr leik

Ölfus er úr leik í Útsvarinu, spurningakeppni sveitarfélaganna á Ríkissjónvarpinu, eftir grátlegt tap gegn Seltjarnarnesi í kvöld.

Viðureign liðanna var æsispennandi og úrslitin réðust á síðustu spurningu þar sem Seltirningar giskuðu á rétta svarið. Lokatölur 83-81.

Lið Ölfuss skipuðu þau Ingibjörg Hjörleifsdóttir og feðgarnir Hannes Stefánsson og Stefán Hannesson.

Loka andartök viðureignarinnar má sjá á vef Ríkisútvarpsins.

Fyrri greinSigurður endurkjörinn formaður
Næsta greinEyrarbakkavegur ófær vegna sandfoks