Öldugangur upp að bílastæði

Lögreglumenn í Vík í Mýrdal voru í eftirlitsferð við Reynisfjöru í dag en þar er ölduhæð óvenju mikil núna og mjög varasöm.

Ganga öldur nú langt upp á land og jafnvel alveg upp að bílastæði.

Lögreglan á Suðurlandi biður vegfarendur að sýna sérstaka varúð við þessar aðstæður í Reynisfjöru.