Ólafur Ragnar með afgerandi forystu í Suðurkjördæmi

Fyrstu tölur í forsetakosningunum í Suðurkjördæmi komu frá Fjölbrautaskóla Suðurlands um kl. 22:40 í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mikla forystu í kjördæminu.

Á kjörskrá eru 33.407 en endanlegar tölur um kjörsókn liggja ekki fyrir. Talin hafa verið 5.371 atkvæði.

Fyrstu tölur hljóða þannig að Ólafur Ragnar Grímsson hefur 3.246 atkvæði eða 62%. Þóra Arnórsdóttir er með 1.341 atkvæði, Ari Trausti Guðmundsson 409 atkvæði, Herdís Þorgeirsdóttir 141 atkvæði, Andrea J. Ólafsdóttir 75 atkvæði og Hannes Bjarnason 54 atkvæði.

UPPFÆRT KL. 01:00: Ólafur Ragnar hefur hlotið 63,2% atkvæða í kjördæminu þegar 10.497 atkvæði hafa verið talin. Hann hefur hlotið 6.541 atkvæði en Þóra 2.508 atkvæði eða 24,2%. Þá hefur Ari Trausti fengið 782 atkvæði, Herdís 265, Andrea 162 og Hannes 97.