Ólafur Örn ráðinn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Ólafur Örn Oddsson hefur verið ráðinn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra.

Alls bárust sex umsóknir um stöðuna en aðrir umsækjendur voru Elín Birna Bjarnadóttir, Heimir Heimisson, Jóhann Gunnar Böðvarsson, Þórður Vilberg Guðmundsson og Tryggvi Már Sæmundsson, en umsókn Tryggva barst reyndar of seint.

Ólafur Örn er Hafnfirðingur og hefur unnið mikið í Íþróttafélaginu Haukum og í félagsstarfi með ungu fólki. Hann er kennari að mennt og hefur kennt við Grunnskólann á Hellu undanfarin fimm ár.

Ólafur Örn hefur störf í lok maí en Benedikt Benediktsson, núverandi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, lætur af störfum þann 30. apríl.

Fyrri greinMessuheimsókn frá Þorlákshöfn
Næsta greinEgill vann til tvennra verðlauna á mótinu