Ólafur Laufdal kaupir tíu lóðir í Grímsnesi

„Þetta eru tíu lóðir í þéttbýlinu í Ásborgum, allt íbúðarhúsalóðir sem hann kaupir á 11 milljónir, án gatnagerðargjalda, af sveitarfélaginu,“ segir Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps.

Grímsborgir ehf., sem er í eigu Ólafs Laufdals, gerðu á dögunum tilboð í umræddar lóðir og hefur Ingibjörgu verið falið að ganga frá samningunum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fyrri greinÍbúafundur um heilsugæslu í janúar
Næsta greinLeitað að manni við Ölfusá