Ólafur bauð lægst í hitaveituna

Opnuð hafa verið tilboð í hitaveituframkvæmd að Kiðjabergi og Hesti í Grímsnes- og Grafningshreppi. Kostnaðaráætlun framkvæmdanna er 44 milljónir króna og bárust fjögur tilboð í verkið.

Íslandsgámar buðu hæst, tæpar 66 milljónir, tilboð Gröfutækni var rúmar 38 milljónir, Kristján Ó Kristjánsson bauð 31,5 milljónir en lægstur var Ólafur Jónsson, sem bauð rúmar 24 milljónir. Frávik eru því talsverð.

Sveitarstjórn ákvað að taka tilboði lægstbjóðanda.

Fyrri greinElvar markahæstur í tapi Selfoss
Næsta greinÖruggur sigur Selfyssinga