Ökumenn tóku við sér í síðustu viku

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði 63 ökumenn fyrir að aka of hratt í síðustu viku. Af þeim eru 30 í Árnessýslu, 24 í V-Skaftafellssýslu og 9 í Rangárvallasýslu.

Lögreglan segir í dagbók sinni að það sé ljóst að ökumenn hafi heldur tekið við sér frá vikunni áður en vert sé þó að hafa í huga að ísingarhætta er enn fyrir hendi og full ástæða til að fara varlega.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna í síðustu viku. Þá var sá þriðji stöðvaður vegna gruns um að viðkomandi væri undir áhrifum áfengis við akstur bifreiðar sinnar.

Fyrri greinFjórar milljónir króna í sunnlensk verkefni
Næsta greinHópsmit í Mýrdalshreppi