Ökumenn tillitssamir og glaðir

Mikil umferð var á Suðurlandi um helgina sem gekk vel og segir lögreglan að ökumenn hafi verið tillitsamir, glaðir og greinilega notið lífsins.

Víða voru hátíðir og mannfagnaðir, sérstaklega í Árnessýslu og var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér vel.

Lögregla segir að eftir mikinn hraðakstur á síðustu vikum hafi loksins slegið á ökuhraðann, en í síðustu viku voru 44 kærðir fyrir hraðakstur og tveir fyrir ölvunarakstur.

Fjögur minni háttar fíkniefnamál komu upp á Selfossi um helgina sem vörðuðu vörslu og neyslu.

Ökumaður festi bíl sinn í Reynisfjöru seint á laugardagskvöld. Hann viðurkenndi aksturinn sagðist hafa ekið niður í fjöruna til að taka ljósmyndir. Maðurinn var kærður fyrir utanvegaakstur.

Fyrri greinAusturvegurinn lagaður í sumar
Næsta greinBrotist inn í Grímsnesi og Lambafelli