Ökumenn í vanda á Heiðinni og í Þrengslum

Björgunarsveitir voru sendar upp á Hellisheiði og í Þrengslin í morgun til að aðstoða bíla sem sátu þar fastir. Nú er hálka og hvassviðri á Heiðinni og í Þrengslum.

Á sjötta tímanum í morgun fékk lögreglan á Selfossi upplýsingar um að þrír eða fjórir bílar sætu fastir á Heiðinni. Snjó hafði kyngt þar niður og var vegurinn ófær minni bílum.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að spáð sé vonskuveðri á öllu landinu í dag og líklegt að færð spillist víða á vegum.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálka sé víðast hvar á Suðurlandi. Flughált er á þjóðvegi 1 á milli Þjórsár og Markarfljóts.

Fyrri greinHerjólfur siglir ekki í dag
Næsta greinGlórulítið að vera á ferðinni