Ökumenn hvattir til að sýna umburðarlyndi og þolinmæði

Lögreglan á Suðurlandi hvetur ökumenn að fara gætilega í umferðinni um verslunarmannahelgina og sýna umburðarlyndi og þolinmæði í alla staði.

Varla verður undantekning á að margt fólk verði á faraldsfæti á Suðurlandi um helgina. Lögreglan á Suðurlandi verður að venju með aukið eftirlit með umferð.

Engar skipulagðar útisamkomur eru í umdæminu en fjölskyldudagskrá verður t.a.m. bæði á Flúðum og Úlfljótsvatni. Þá má búast við því að tjaldsvæði á Suðurlandi verði þéttsetin auk þess sem vænta má mikillar umferðar til Landeyjahafnar.

Lögreglumenn á Suðurlandi verða á ferð og til taks vítt og breitt á sínu svæði, í sumarhúsabyggðum, tjaldsvæðum, hálendinu við Landeyjahöfn og annars staðar sem þörf verður á.

Lögreglan beinir þeim tilmælum til ökumanna að nota öryggsbeltin, ekki tala í síma nema með handfrjálsum búnaði, hafa nægilegt bil á milli ökutækja, gefið öðrum skýra vísbendingu, í tíma, um að til standi að stöðva ökutæki eða beygja. Ekki stöðva í vegkanti nema þar sem það er öruggt og hindrar ekki aðra umferð.

Markmiðið er slysalaus Verslunarmannahelgi. Við eigum það öll skilið.

Fyrri greinMikið jökulvatn í Bláfjallakvísl
Næsta greinStórsigur hjá KFR