Ökumenn gætu lent í vandræðum

Lögreglumaður frá Hvolsvelli fór í hálendiseftirlit á laugardag með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flogið var yfir Rauðuskál sem er norðaustan við Heklu þar sem ábendingar hafa borist um utanvegaakstur.

Þar sáust för eftir ökutæki en engin ökutæki á svæðinu.

Einnig var flogið yfir friðlandið að Fjallabaki að Landmannalaugum en búið er að opna veginn þangað frá Sigöldu. Samkvæmt upplýsingum skálavarða í Landmannalaugum var talsverð umferð þangað um helgina. Á svæðinu er snjór og mikil bleyta og má búast við að ferðamenn eigi eftir að lenda í vandræðum vegna þess næstu daga, fari þeir ekki að gát.

Fyrri greinOlíu stolið af vinnuvélum í Hveradölum
Næsta greinVel heppnað heilsudjamm