Ökumenn! Farið varlega!

Lögreglan á Hvolsvelli beinir því til ökumanna sem eru á ferð um Suðurland að fara varlega, en talsverður krapi er á vegum og von á frekari snjókomu.

Samkvæmt veðurspánni þá á að halda áfram að snjóa á Suðurlandi.

Talsverður krapi er á Suðurlandsvegi og geta ökumenn misst stjórn á bifreiðum sínum ef ekki er farið varlega.