Ökumenn allir til fyrirmyndar

Lögreglumenn á Suðurlandi, frá starfsstöðvum Hvolsvallar og Selfoss, sameinuðust við umferðareftirlit á vegamótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar í gær.

Alls var rætt við um sextíu ökumenn og reyndust þeir allir til fyrirmyndar, sem og ástand ökutækja.

Ökumenn voru almennt ánægðir og sáttir með störf lögreglu og héldu burt ríkari í anda, að því er fram kemur á Facebooksíðu lögreglunnar.

Fyrri greinMílan mætir Fjölni í Vallaskóla í kvöld
Næsta greinEkki kemur til greina að ráða nýjan starfsmann