Ökumaðurinn alvarlega slasaður – Börnin á batavegi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag var tekin skýrsla af farþega í bifreiðinni sem ekið var út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember síðastliðinn.

Skýrslutaka fór fram á sjúkrahúsi í Reykjavík að viðstöddum túlki. Óvíst er hvenær skýrsla verður tekin af ökumanninum en hann er, eins og áður hefur komið fram, alvarlega slasaður.

Börnin tvö munu vera á batavegi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi heldur rannsókn málsins áfram en upplýsingar um niðurstöður hennar verða ekki gefnar fyrr en að henni lokinni.

Fyrri greinNökkvi Dan til Selfoss
Næsta grein„Algjör sprengja á gamlársdag“