Ökumaður hlaupahjóls á slysadeild eftir árekstur

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kona á sjötugsaldri var flutt á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi eftir árekstur bíls og rafmagnshlaupahjóls á gatnamótum Breiðumerkur og Sunnumerkur í Hveragerði um klukkan tíu í gærmorgun.

Konan var á ferð á hlaupahjólinu en lögreglan rannsakar tildrög slyssins.

Vísir greindi fyrst frá þessu og í fréttinni brýnir lögreglan fólk til þess að vera vel upplýst og nota endurskinsmerki en slysið varð í svarta myrkri.

Fyrri greinTveir fluttir með þyrlu á Landspítalann
Næsta greinTreystir Viðreisn þjóðinni í raun?