Ökumaðurinn lét sig hverfa

Seint á laugardagskvöld barst tilkynning um bifreið sem hefði oltið á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastarlundi og enginn maður væri sjáanlegur í eða við bifreiðina.

Lögreglumenn fóru á vettvang en fundu ekki ökumanninn sem væntanlega hefur fengið far með öðrum vegfaranda.

Af ummerkjum að dæma má ætla að ökumaður hafi verið undir áfengisáhrifum þegar óhappið átti sér stað.

Fyrri greinBjarni Harðar: Af moldviðri og sundlaugarlokun
Næsta greinKraftmiklir sjálfboðaliðar undir Fjöllunum