Ökumaðurinn lét sig hverfa

Seint á laugardagskvöld barst tilkynning um bifreið sem hefði oltið á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastarlundi og enginn maður væri sjáanlegur í eða við bifreiðina.

Lögreglumenn fóru á vettvang en fundu ekki ökumanninn sem væntanlega hefur fengið far með öðrum vegfaranda.

Af ummerkjum að dæma má ætla að ökumaður hafi verið undir áfengisáhrifum þegar óhappið átti sér stað.