Ökumaðurinn greiddi sekt og björgunargjald

Erlendur ferðamaður sem Björgunarsveitin Kyndill dró upp á Lakavegi í síðustu viku þurfti að greiða sek og björgunargjald þar sem vegurinn er lokaður fyrir umferð.

Ökumanninum var gert að greiða fimmþúsund króna sekt fyrir athæfið og tuttuguþúsund krónur fyrir aðstoð björgunarmanna.

Vegurinn er lokaður en maðurinn hafði ekið framhjá hliði með keðju svo ekki átti að fara framhjá neinum að vegurinn væri lokaður.

Björgunarsveitin Kyndill innheimtir gjöld af ökumönnum þegar þeir gerast brotlegir, eins og í þessu tilviki. Gjaldtakan hófst í fyrravoru þegar sveitin var kölluð út átta sinnum á nokkrum dögum til að aðstoða ferðamenn á lokuðum Lakavegi.