Ökumaður stöðvaður með tíu lítra af 95% landa

Um klukkan 23:00 í gærkvöldi stöðvuðu lögreglumenn ökumann bifreiðar sem átti leið um Þorlákshafnarveg skammt frá Þorlákshöfn.

Í viðræðum við ökumann veittu lögreglumennirnir athygli 10 lítra plastfötu á gólfi við aftursæti. Fatan var full af 95% landa.

Málið er í rannsókn.