Ökumaður fólksbíls alvarlega slasaður

Ökumaður fólksbíls var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans eftir árekstur jeppa og fólksbíls á Suðurlandsvegi við Ölfusborgir í gærkvöldi.

Ökumaður fólksbílsins var einn á ferð en í jeppabifreiðinni voru þrír sem hlutu minni háttar meiðsli og voru þau flutt til skoðunar á heilsugæslustöðina á Selfossi.

Áreksturinn og aðdragandi hans er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að mjög mikil umferð hafi verið í umdæminu og hún gengið vel, fyrir utan slysið í Ölfusi í gærkvöldi. Lögreglan kom að ellefu öðrum umferðaróhöpp í vikunni.