„Ökuhraðinn út í hött“

Liðin vika var róleg í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli. 66 mál voru skráð, flest tengd umferð og eftirliti með henni.

Í dagbók lögreglu kemur fram að sautján ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. “Sá ökumaður sem hraðast fór ók á 144 km hraða og þarf ekki að segja neinum að sá ökuhraði er algerlega út í hött,” segir í dagbókinni.