Ökuferðin endaði inni í garði

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af þremur ökumönnum um síðustu helgi sem grunur er um að hafi verið ölvaðir.

Einum þeirra hafði fipast við aksturinn og ekið inn í garð við íbúðarhús á Höfn á laugardagskvöld. Sá gisti fangageymslur á Höfn og var yfirheyrður daginn eftir. Hinir tveir voru annarsvegar á Þingvöllum og hinsvegar í Reykholti.

Þá stöðvaði lögreglan þrjá ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hraði bifreiðar eins þeirra hafði mælst 119 km/klst á Suðurlandsvegi við Þingborg þar sem leyfður hraði er 70 km/klst.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að hún hafi fjarlægt Skráningarmerki voru tekin af þremur ökutækjum sem reyndust ótryggð í umferðinni.