Óku vélhjólum á friðuðu svæði

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú ferðir vélhjólamanna á friðuðu svæði við Skógafoss um helgina.

Lögreglan fékk tilkynningu um að hópur vélhjólamanna hefði ekið inn á friðað svæði við Skógafoss en þeir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði.

Vitni voru að akstrinum og náðust skráningarnúmer hjólanna. Málið er í rannsókn.

Óheimilt er með öllu að aka inn að Skógafossi, heldur ber að leggja ökutækjum við bifreiðastæði við tjaldsvæðið á Skógum og ganga að fossinum.

Fyrri greinLítilsháttar tjón í Kirkjuhvoli
Næsta greinHulduljósið fundið