Óku utan vega í Lakagígum

Tveir erlendir ökumenn voru í dag stöðvaðir af lögreglunni á Hvolsvelli fyrir utanvegaakstur í Lakagígum í Vatnajökulsþjóðgarði.

Höfðu þeir ekið um 150 metra út fyrir veg við Tjarnargíg.

Akstur utan vega er ætíð litinn alvarlegum augum enda með öllu bannaður. Ökumennirnir játuðu brot sín og fengu að fara ferða sinna eftir að hafa borgað sekt fyrir athæfið.

Sektir við utanvegaakstri geta numið allt að 350 þúsund krónum.

Fyrri greinÁrborgarbúar flaggi um helgina
Næsta grein„Höldum okkur á jörðinni“