Óku ógætilega í kringum sauðfé

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðinn laugardag fékk lögreglan á Suðurlandi tilkynningu um ökumenn motocrosshjóla sem sagðir voru aka ógætilega í kringum sauðfé í fjöru skammt frá Höfn.

Lögreglan hefur upplýsingar um hverjir voru líklega þar á ferðinni og mun lögregla ræða við þá.

Lögreglumenn voru einnig við eftirlit á hálendinug og ræddu þar við ökumenn átta hópbifreiða og 190 annarra bifreiða til að kanna með ástand þeirra og réttindi.

Tveir ökumenn sem höfðu voru afskipti af í Veiðivötnum reyndust hafa neytt áfengis fyrir akstur bifreiða sinna en voru undir kærumörkum. Þeir voru sendir á fæti til áfangastaða sinna.