Ökklabrotnaði ofan við Skógafoss

Björgunarsveitarfólk á vettvangi í kvöld. Ljósmynd/Landsbjörg

Kona sem var á göngu ofan við Skógafoss í kvöld, hrasaði og ökklabrotnaði.

Kalla þurfti út björgunarsveitir sem báru konuna rúman kílómetra á börum og komu henni um borð í sjúkrabíl í Skógum, þaðan sem hún var flutt á sjúkrahús.

Fyrri greinEinstök heimild í menningar- og hugmyndasögu
Næsta grein„Ljúft að vera komin aftur“