Fréttir Ökklabrotnaði við Öxará 5. mars 2012 12:15 Erlendur ferðamaður slasaðist er honum skrikaði fótur við Öxarárfoss í gær, sunnudag. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala þar sem í ljós kom að hann hafði ökklabrotnað.