Ökklabrotnaði í Skálpanesi

Erlendur ferðamaður ökklabrotnaði þegar hann var að stíga út úr rútu og hrasaði í Skálpanesi við Langjökul eftir hádegi á laugardag.

Maðurinn var fluttur í einkabifreið að Geysi þar sem sjúkrabifreið tók við honum og flutti á á slysadeild Landspítala.

Þá fótbrotnaði maður síðdegis á laugardag er hann féll af hestbaki við bæ á Nesjum við Hornafjörð. Hann var fluttur með sjúkraflugi frá Höfn á slysadeild Landspítala.

Fyrri greinMörg útköll vegna veðurs og ófærðar
Næsta greinHarður árekstur á Skeiðavegi