Ökklabrotnaði á jóladag

Hollenskur ferðamaður ökklabrotnaði í Skaftafelli á jóladag. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala í Fossvogi.

Lögreglumaður á Kirkjubæjarklaustri fór til að kanna aðstæður á staðnum. Í ljós kom að maðurinn hafði runnið til í hálku á veginum í þjóðgarðinum með fyrrgreindum afleiðingum.