Ökklabrotinn á Fimmvörðuhálsi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 20:22 til að ná í slasaðan ferðamann á Fimmvörðuhálsi.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er björgunarsveitin Dagrenning á leiðinni á slysstaðinn en maðurinn mun vera ökklabrotinn.

Þetta er annað þyrluútkallið í Rangárvallasýslu um helgina en í gær sótti þyrlan handleggsbrotna konu inn í Hrafntinnusker.

Fyrri greinSumargleðin skemmti fyrir troðfullu húsi
Næsta greinStefna á fyrstu par 6 golfholuna