Ökklabrotin í Ölfusinu

Björgunarsveitir voru kallaðar út nú síðdegis til aðstoðar sjúkraflutningamönnum þegar tilkynning barst um ökklabrotna konu fyrir ofan bæinn Hvamm í Ölfusi.

Vel gekk að komast á staðinn og var konan sett í börur, borinn um 200 m leið í björgunarsveitabíl sem flutti hana niður á veg þar sem sjúkrabíll beið hennar.

Fyrri greinViðar skoraði í tapleik
Næsta greinÁtta Mílanmenn töpuðu með átta mörkum