Okkar Hveragerði býður fram í vor

Hveragerði. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Bæjarmálafélagið Okkar Hveragerði mun bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum þann 16. maí næstkomandi. Þetta verður í þriðja sinn sem félagið býður fram í Hveragerði.

Í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 hlaut Okkar Hveragerði tæplega 40% atkvæða og þrjá kjörna bæjarfulltrúa, og varð því stærsta stjórnmálaaflið í sveitarfélaginu eftir kosningarnar. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar eru skipaður fulltrúum Okkar Hveragerði og Frjálsra með Framsókn.

„Á kjörtímabilinu 2022-2026 hefur Okkar Hveragerði lagt áherslu á opna stjórnsýslu, lýðræðislega þátttöku íbúa og traust samstarf við samfélagið. Þær áherslur munu áfram vera í forgrunni næsta kjörtímabil. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis hafa á kjörtímabilinu fundið fyrir sterkum meðbyr og skýrum vilja íbúa til að halda áfram að styrkja Hveragerði sem fjölskylduvænt samfélag sem einkennist af samvinnu, virðingu og framsýni ásamt ábyrgri fjármálastjórn,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Fyrri greinVegleg gjöf til heimaspítala HSU
Næsta greinSveitarfélögin á Suðurlandi setja farsæld barna í forgang