Ókeypis blóðsykurmæling á Selfossi

Hin árlega blóðsykurmæling Lionsklúbbs Selfoss og Lionsklúbbsins Emblu fer fram næstkomandi laugardag, þann 15. nóvember kl. 12-15 í anddyri Krónunnar á Selfossi.

Fagfólk mun sjá um mælingarnar en í tilkynningu frá klúbbunum er fólk hvatt til að koma og notfæra sér þessa ókeypis þjónustu og fá upplýsingar um heilsufar sitt. Alltaf er gott að fylgjast með blóðsykrinum og gera ráðstafanir ef ekki er allt í lagi.

Fyrri greinValdimar kynnir Utanveltumann á Selfossi
Næsta greinSigurður Emil hreppti Hljóðkútinn