Ókeypis á klósettið um páskana

Um páskana verða tekin í notkun ný snyrtihús með 18 salernum á Hakinu ofan Almannagjár á Þingvöllum.

Gjaldfrjálst verður í þau um páskana en að þeim reynslutíma liðnum verður tekið gjald; 200 krónur fyrir fullorðna og frítt fyrir 17 ára og yngri. Greiða þarf með tveimur 100 króna peningum en síðar verður settur upp búnaður fyrir greiðslukort.

Í bréfi Ólafs Arnar Haraldssonar, þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, til ferðaþjónustuaðila kemur m.a. fram að þrjú gjaldhlið hafi verið sett upp, þar af eitt þeirra ætlað fötluðum. Sérstakur starfsmaður hefur umsjón með snyrtihúsunum og gjaldhliðinu og mun greiða götu ferðamanna. Salernum við ræðslumiðstöðina verður lokað.

Fyrri greinNáðu ekki að syngja í gígnum
Næsta greinKosning vígslubiskups kærð