Ók yfir vegrið og valt

Ökumaður jeppa á leið niður Kambana missti stjórn á bíl sínum sem valt útaf veginum eftir að hafa ekið yfir vegrið. Óhappið átti sér stað um klukkan átta í kvöld.

Bíllinn rann yfir á rangan vegarhelming þar sem hann hafnaði á vegriði, kastaðist yfir það og valt eina veltu niður bratta brekku.

Eldri hjón sem voru í bílnum sluppu án meiðsla og fengu þau að fara heim eftir skoðun sjúkraflutningamanna á vettvangi.

Bíllinn virðist ekki mikið skemmdur enda djúpur snjór utan vegar.