Ekið var á tvö lömb á veginum yfir Lyngdalsheiði seint í gærkvöldi. Lömbin drápust bæði og skildi ökumaðurinn hræin eftir á miðjum veginum.
Aðvífandi ökumaður hafði samband við lögregluna á Selfossi um klukkan ellefu í gærkvöldi og tilkynnti um lömbin á veginum.
Lögreglan fór á vettvang og að hennar mati hefur bíllinn sem ók á lömbin verið á miklum hraða því lömbin voru mjög illa út leikin og brot úr plaststuðara af bíl fundust á vettvangi.
Ekki er vitað hver þarna var á ferð, en lögreglan á Selfossi rannsakar málið.
Vísir greindi frá þessu.