Ók utan í bíl og stakk af

Lögreglan á Selfossi leitar nú að ökumanni sem ók utan í rauðan Subaru Forester í bílakjallaranum í Kjarnanum á Selfossi sl. laugardag.

Atvikið átti sér stað milli kl. 14:15 og 14:45 þann 1. maí. Bifreiðin stóð skammt frá útkeyrsludyrunum norðan megin í bílakjallaranum. Bifreiðin var rispuðu á allri hægri hlið og í sárinu var hvítur litur.

Lögreglan skorar á alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.