Ók utan í bíl og hvarf á brott

Á milli klukkan 13 og 16 í gær, þriðjudag, var ekið utan í Hyundai Tucson sem stóð kyrrstæð og mannlaus á bílastæði framan við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Tjónið er á hægri afturhlið Hyundai bifreiðarinnar. Bifreiðin sem strokist hefur utan í Hyundainn er af ummerkjum að dæma rauður og blár að lit.

Lögreglan á Selfossi biður þann sem þarna hefur átt hlut að máli eða hvern þann sem veitt getur upplýsingar að hafa samaband við lögreglu í síma 480 1010.