Ók undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Selfossi stöðvaði karlmann um kl. 18 í dag innanbæjar á Selfossi grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Maðurinn er á þrítugsaldri og hefur ekki komið áður við sögu lögreglu.

Hann var færður á lögreglustöðina þar sem blóðsýni var tekið og heldur mál hans sína leið í dómskerfinu.