Ók ölvaður útaf Skeiðavegi

Aðfaranótt aðfangadags jóla barst lögreglu tilkynning um bifreið sem hefði farið útaf Skeiðavegi við Kílhraun.

Þegar lögreglan kom á staðinn vaknaði grunur um að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður.

Málið er í rannsókn og bíður niðurstöðu blóðrannsóknar.

Fyrri greinÓk á vegrið á aðfangadagskvöld
Næsta greinÖkklabrotnaði á jóladag