Ók ölvaður og próflaus gegn einstefnu

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann innanbæjar um miðjan dag í gær og reyndist hann ölvaður, auk þess sem hann var próflaus.

Upp komst um ökumanninn þar sem hann ók gegn einstefnu í íbúðargötu í bænum.

mbl.is greinir frá þessu.

Í gærmorgun stöðvaði lögreglan fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi á Hellisheiði. Sá sem hraðast ók var á 132 km/klst hraða, tveir mældust á 121 km/klst hraða og einn á 114 km/klst.

Fyrri greinAndlát: Már Sigurðsson
Næsta greinSigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima